If you proceed to the gap in the wall a beautiful small beach with shell sand awaits you. Natural coastline. Irresistible view to Mt. Akrafjall. //Við bilið í veggnum er falleg sandströnd með skeljasandi. Náttúruleg strandlína og ómótstæðilegt útsýni að Akrafjalli.
Skarfavör and Skarfatangi: The cliffs beneath the farm Breið which this area is called after were called Breiðarklettar and below the farm Bræðrapartur the cliffs were called Bræðrapartsklettar. Both those farms are now gone. The landing point for the boats from Breið and Bræðrapartur was in Skarfavör (also called Bræðrapartsvör). This was and still is a sandy bay that lies in a good shelter from Skarfatangi (the area that can be seen from the gap in the wall). Here in Skarfavör it was good to come in on a low tide. Next to Skarfavör there was a big pond that was called Breiðartjörn were kids used to go ice skating during winter. As many other old playsites in Akranes this pond has now disappeared completely. //Skarfavör og Skarfatangi: Klettarnir fyrir neðan Breiðarbæinn voru einu nafni kallaðir Breiðarklettar, og fyrir neðan Bræðrapart: Bræðrapartsklettar. Lendingarstaður bátanna frá Breið og Bræðraparti var í Skarfavör (einnig kölluð Bræðrapartsvör) Þetta var og er sandvík sem liggur í góðu skjóli frá Skarfatanga (þetta svæði má sjá þar sem opið er í steypta vegginn). Hér í Skarfavör var gott að lenda með hálfaðföllnum eða útföllnum sjó. Upp af Skarfavör var stór tjörn sem hét Breiðartjörn. Þar mun oft hafa verið glatt á hjalla á vetrum, m.a. börn og unglingar á skautum og leggjum. Eins og margir aðrir gamlir leikstaðir unga fólksins á neðri Skaganum er hún nú horfin með öllu. Haraldur Böðvarsson byggði sér sumarhús hér efst á túninu um 1920, sem var íveruhús hans þau ár sem hann átti heimili sitt í Reykjavík.